Þetta er úrelt útgáfa, birt þann 2021-08-25. Lestu nýjustu útgáfuna.

Kynusli í kirkjunni

Hinsegin samhengi, mannréttindi og trans Jesús

Höfundar

  • Sólveig Anna Bóasdóttir

Lykilorð:

Íslenska þjóðkirkjan, hinsegin samhengi, mannréttindi, jafnrétti, mismunun

Útdráttur

Greinin skiptist í þrjá meginkafla. Í þeim fyrsta er fjallað um umdeilda myndbirtingu af trans Jesú á vegum fræðsludeildar íslensku þjóðkirkjunnar haustið 2020. Umfjöllun um hana er fléttuð saman við gagnrýni á gagnstæðukynjahyggju sem liggur til grundvallar kristnum skilningi á kynferði, kynhneigð og kynvitund.
Í miðhlutanum er fjallað um félagslegt samhengi myndbirtingarinnar og sjónum beint að mannréttindabaráttu hinsegin fólks ásamt nýlegum íslenskum lögum um kynrænt sjálfræði. Í síðasta hlutanum eru svo viðbrögð tveggja íslenskra guðfræðinga og fræðimanna við myndinni tengd hinsegin samhenginu. Jafnframt eru þau tengd við kristna orðræðu í sam-tíma okkar um mikilvægi þess að leyfa félagslegu samhengi að hafa áhrif á guðfræðina.

Um höfund (biography)

Sólveig Anna Bóasdóttir

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Útgefið

2021-08-25

Útgáfur