Kynusli í kirkjunni

Hinsegin samhengi, mannréttindi og trans Jesús

Höfundar

  • Sólveig Anna Bóasdóttir

Lykilorð:

Íslenska þjóðkirkjan, hinsegin samhengi, mannréttindi, jafnrétti, mismunun

Útdráttur

Greinin skiptist í þrjá meginkafla. Í þeim fyrsta er fjallað um umdeilda myndbirtingu af trans Jesú á vegum fræðsludeildar íslensku þjóðkirkjunnar haustið 2020. Umfjöllun um hana er fléttuð saman við gagnrýni á gagnstæðukynjahyggju sem liggur til grundvallar kristnum skilningi á kynferði, kynhneigð og kynvitund.
Í miðhlutanum er fjallað um félagslegt samhengi myndbirtingarinnar og sjónum beint að mannréttindabaráttu hinsegin fólks ásamt nýlegum íslenskum lögum um kynrænt sjálfræði. Í síðasta hlutanum eru svo viðbrögð tveggja íslenskra guðfræðinga og fræðimanna við myndinni tengd hinsegin samhenginu. Jafnframt eru þau tengd við kristna orðræðu í sam-tíma okkar um mikilvægi þess að leyfa félagslegu samhengi að hafa áhrif á guðfræðina.

The article is divided into three main sections. The first deals with provocative image of trans Jesus published by the educational department of the Icelandic National Church during the fall of 2020. This discussion is intertwined with a critique of the opposite-sex ideology that underlies the Christian understanding of gender, sexual orientation and gender identity.
The middle section discusses the social context of the image of trans Jesus focusing on the world-wide human rights struggle of LGBTI people, as well as the recent Icelandic law on sexual autonomy. Finally, the reactions of two Icelandic theologians and scholars to the image of trans Jesus are discussed and related to the LGBTI context as well as to current Christian discourse on the importance of allowing the context to influence theology.

Um höfund (biography)

Sólveig Anna Bóasdóttir

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2021-08-25 — Uppfært þann 2021-08-25

Útgáfur