Um Guðfræðistofnun
Guðfræðistofnun Háskóla Íslands var komið á fót 1975 en hún er starfrækt sem grunnstofnun innan vébanda Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er að styðja rannsóknir félaga í guðfræði og trúarbragðafræði, gangast fyrir útgáfu, ráðstefnum, fyrirlestrum og veita rannsóknanemum, nýdokturum og gestafræðimönnum aðstöðu og tækifæri til rannsóknastarfa og efla um leið tengsl rannsókna og kennslu.