Um Ritröðina

Ritröðin er fyrst og fremst ætluð til að kynna rannsóknir sem unnar eru á vegum Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar eða í samvinnu við hana (t.d. í tengslum við ráðstefnur). Þá er öðrum en starfsmönnum Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar heimilt að senda greinar til birtingar. Þetta er eina rit sinnar tegundar sem gefið er út á íslensku.

Ritröð Guðfræðistofnunar kom fyrst út árið 1988 og kom út einu sinni eða tvisvar á ári á prenti allt til ársins 2013. Öll heftin eru aðgengileg á leitir.is. Frá árinu 2014 hefur Ritröðin eingöngu komið út í rafrænu formi, tvö hefti á ári, í lok vorannar og í lok haustannar. Hægt er að nálgast öll heftin hér.

Ritröðin birtir greinar, fyrirlestra, ritdóma og ritfregnir á fræðasviðum guðfræði og almennra trúarbragðafræða. Einnig eru þar birtar greinar af öðrum fræðasviðum sem snerta ofangreind svið eða ritnefnd metur hverju sinni áhugaverðar. Lengdarviðmið greina er 6000 orð. Allar greinar sem birtast í Ritröðinni, aðrar en fyrirlestrar og ritdómar, undirgangast nafnlausa ritrýni hjá tveimur sérfræðingum á viðkomandi sviði.

Auk greina eru birtir ritdómar bæði um innlend og erlend rit á þeim fræðasviðum sem falla undir Ritröðina. Í ritdómum skal koma fram sjálfstætt mat á viðkomandi verki en ekki aðeins kynning á því. Í upphafi ritdóms skal birta fullkomnar bókfræðilegar upplýsingar um rit það sem tekið er til umfjöllunar og gengið út frá eftirfarandi viðmiðum eftir því sem við á: höfundur; titill rits; bindisnúmer (ef við á); upplýsingar um ritröð og hefti (ef við á); ritstjóri/sá er búið hefur til prentunar/þýðandi (ef við á); útgáfustaður: forlag, útgáfuár; fjöldi blaðsíðna. Miðað er við að ritdómar séu u.þ.b. 1.000–2.000 orð að lengd.

Ritstjóri Ritraðarinnar er Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Netfang: agudm@hi.is

Ritstjórn Ritraðarinnar:

Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.