Þetta er úrelt útgáfa, birt þann 2021-08-25. Lestu nýjustu útgáfuna.

Hinn stóíski Jesús

Heimspekileg stef í persónusköpun samstofna guðspjallanna

Höfundar

  • Rúnar M. Þorsteinsson

Lykilorð:

Jesús, guðspjöll, persónusköpun, stóuspeki, Seneca, fjölskylda, sjálfstjórn

Útdráttur

Guðspjöll Nýja testamentisins eru bókmenntaverk, þar sem persónusköpun er beitt í ríkum mæli, m.a. sem sannfæringartæki. Meginviðfangsefni þessarar greinar er persóna Jesú í persónusköpun guðspjallamannanna Markúsar, Matteusar og Lúkasar með hliðsjón af sam-tímalýsingum á fyrirmyndarheimspekingum, einkum í textum stóumanna. Leitast er við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað einkenndi hinn stóíska vitring? Hversu „stóískur“ er Jesús í guðspjöllunum og hvað felur það í sér? Er munur á guðspjöllunum að þessu leyti? Til að svara þessum spurningum eru tvö meginstef tekin fyrir, annars vegar sú áhersla meðal heimspekinga, einkum stóumanna, að viðkomandi málstaður eða lífsstefna sé fjölskyldu-tengslum æðri, og hins vegar hin útbreidda ímynd í grísk-rómversku samfélagi af fullkominni sjálfstjórn hins vitra manns. Niðurstaðan bendir til þess að guðspjallamennirnir hafi að mörgu leyti viljað kynna „stóískan Jesú“ fyrir lesendum sínum, í mismiklum mæli þó.

Um höfund (biography)

Rúnar M. Þorsteinsson

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

Útgefið

2021-08-25

Útgáfur