Hinn stóíski Jesús

Heimspekileg stef í persónusköpun samstofna guðspjallanna

Höfundar

  • Rúnar M. Þorsteinsson

Lykilorð:

Jesús, guðspjöll, persónusköpun, stóuspeki, Seneca, fjölskylda, sjálfstjórn

Útdráttur

Guðspjöll Nýja testamentisins eru bókmenntaverk, þar sem persónusköpun er beitt í ríkum mæli, m.a. sem sannfæringartæki. Meginviðfangsefni þessarar greinar er persóna Jesú í persónusköpun guðspjallamannanna Markúsar, Matteusar og Lúkasar með hliðsjón af sam-tímalýsingum á fyrirmyndarheimspekingum, einkum í textum stóumanna. Leitast er við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað einkenndi hinn stóíska vitring? Hversu „stóískur“ er Jesús í guðspjöllunum og hvað felur það í sér? Er munur á guðspjöllunum að þessu leyti? Til að svara þessum spurningum eru tvö meginstef tekin fyrir, annars vegar sú áhersla meðal heimspekinga, einkum stóumanna, að viðkomandi málstaður eða lífsstefna sé fjölskyldu-tengslum æðri, og hins vegar hin útbreidda ímynd í grísk-rómversku samfélagi af fullkominni sjálfstjórn hins vitra manns. Niðurstaðan bendir til þess að guðspjallamennirnir hafi að mörgu leyti viljað kynna „stóískan Jesú“ fyrir lesendum sínum, í mismiklum mæli þó.

The Gospels of the New Testament are literary products richly furnished with characteri-zation, applied, among other things, as a means of persuasion. The main purpose of this article is to analyze the person of Jesus as part of the characterization of the Gospels of Mark, Matthew, and Luke in light of contemporary descriptions of the ideal philosopher, particularly in Stoic sources. The following questions are posed: What characterized the Stoic wise man? How “Stoic” is Jesus in the Gospels, and what does that mean? Is there a difference between the Gospels in this respect? To answer these questions, two main motifs are addressed: on the one hand, the message among philosophers, especially Stoics, that a particular cause or way of life must always come before one’s family ties, and, on the other, the widespread idea in the Greco-Roman world that the wise man is perfectly self-con-trolled. The conclusion suggests that, in many ways, the Gospel authors wished to various extents to present a “Stoic Jesus” to their audience.

Um höfund (biography)

Rúnar M. Þorsteinsson

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

Niðurhal

Útgefið

2021-08-25 — Uppfært þann 2021-08-25

Útgáfur