„Jarðsett verður í heimagrafreit“

Nýbreytni í greftrunarsið Íslendinga á nítjándu og tuttugustu öld Fyrsta grein

Höfundar

  • Hjalti Hugason

Lykilorð:

Greftrunarsiður, heimagrafreitir, bændamenning, (íslensk) kirkjusaga

Útdráttur

Á síðasta fjórðungi nítjándu aldar ruddi athyglisverð nýjung sér til rúms í íslenskum greftrunarsiðum. Í stað þess að látnir væru grafnir í sameiginlegum sóknarkirkjugörðum, eins og aldalöng hefð var fyrir hér á landi og annars staðar í hinum kristna heimi, sóttust nú stöðugt fleiri bændur eftir því að fá heimild yfirvalda fyrir því að þeir og nánustu ættmenn þeirra fengju að hvíla heima á bújörðum sínum. Sökum þess hve algengt þetta varð, sem og hve þetta brýtur í bága við hina kristnu hefð, er um athyglisvert trúar-, menningar- og félagssögulegt fyrirbæri að ræða.
Í greininni er þessi nýbreytni kortlögð að verulegu leyti á grundvelli áður ókannaðra skjal-legra heimilda. Rakið er hvernig yfirvöld tóku að veita heimildir fyrir stofnun heimagrafreita laust fyrir 1880, hvernig lagagrundvöllur var skapaður fyrir þetta fyrirbæri snemma á fjórða áratug tuttugustu aldar og loks hvernig bann var lagt við stofnun nýrra grafreita á önd-verðum sjöunda áratugnum. Þá er sýnt fram á hvernig fastar venjur mynduðust um leyfis-veitingarnar sem síðar voru formgerðar í lögum og reglugerð.
Veraldleg yfirvöld voru lengst af hliðholl bændum í eftirsókn þeirra eftir heimagrafreitum, þó með undantekningum á ofanverðum öðrum áratug tuttugustu aldar og fram eftir þeim þriðja. Þannig sniðgengu þau lengst af stefnu þjóðkirkjunnar en biskupar hennar voru alfarið andvígir heimagreftri nema í algerum undantekningartilvikum og þá einkum vegna erfiðra líkflutninga. Í greininni er þó sýnt fram á að biskupar gátu með ýmsu móti haft áhrif á þau skilyrði sem sett voru fyrir stofnun grafreitanna og síðar hvernig ákvæði laga um þá voru túlkuð og þeim framfylgt. Koma áhrif þeirra ekki síst fram í því hvernig stærð grafreitanna voru takmörk sett en með því móti var að einhverju leyti unnið gegn upplausnaráhrifum siðarins.

Around 1880, an interesting change began to shape the burial customs in Iceland. Previously, like other Christian territories, all Icelanders were buried in common parish cemeteries. Now, more and more farmers began to ask for permission from the authorities to bury their closest relatives on their own farms and to be allowed to be buried there themselves. Because of the commonality of this practice, and its overt violation of the Christian tradition, it is an interesting religious, cultural, and sociohistorical phenomenon.
In the article, this change is described largely with the help of previously unexplored, unpublished sources. The research traces how secular authorities began to authorize private graveyards in the year 1878, how a legal basis was created for them in the early 1930s, and finally how the legislature was changed in the early sixties, making it impossible to establish new private graveyards. The research also shows how fixed methods were formulated in law and regulation for processing the farmers’ applications.
During this period, secular authorities were generally positive towards the private grave-yards, except for a few years around 1920. Thus, they were against the policy of the national church. The bishops, on the other hand, were opposed to home-burial except in very exceptional cases, especially because of difficulty in transporting the corps. This article shows, however, that the bishops could influence the claims set for the establishment of private graveyards and later how the provisions of the law were interpreted and practiced. The bishops’ influences became obvious, not only in the limits on graveyard size, but also in the way the dissolution effects of the custom were counteracted.

Um höfund (biography)

Hjalti Hugason

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2021-08-25 — Uppfært þann 2021-08-25

Útgáfur