Hamingjan og heimspekin

Stóuspeki í samtímanum

Höfundar

  • Svavar Hrafn Svavarsson

Lykilorð:

Nútímastóuspeki, aristótelísk siðfræði, dyggðasiðfræði

Útdráttur

Frá miðri síðustu öld hefur dyggðasiðfræði, ættuð frá Aristótelesi, orðið ein þriggja megin-kenninga siðfræðinnar, ásamt skyldukenningum og leikslokakenningum. Síðustu áratugi hefur dyggðasiðfræði hinna fornu stóumanna vaknað til lífsins og notið nokkurrar hylli. Í greininni er rætt um birtingarmynd hennar í samtímanum og muninn á þessum fornu kenn-ingunum. Annars vegar er bendir ýmislegt til að aristótelísk siðfræði nútímans hvíli örugg-lega á fornri sýn Aristótelesar á manninn sem siðferðisveru en að stóísk nútímasiðfræði breyti nokkuð sýn hinna fornu stóumanna á manninn sem siðferðisveru og stöðu hans innan heimsins. Hins vegar virðist stóuspeki nútímans heilla, einkum vegna fyrirheita um hugarró, frekar en áherslu á siðferðilega ígrundun.

Um höfund (biography)

Svavar Hrafn Svavarsson

Prófessor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2021-12-22