Gangir þú gegnum vötnin …

Jesaja 43.1–7 í ljósi exodus-stefja og viðbragða huggunarspámannsins nafnlausa við áfalla-streitu útlaganna í Babýlon

Höfundar

  • Gunnlaugur A. Jónsson

Lykilorð:

Gamlatestamentisfræði, babýlónska útlegðin, Jesaja 40–55, sálfræðileg vandamál, flóttamenn, áfallafræði, áunnið hjálparleysi, exodus-stef, huggun

Útdráttur

Með aðstoð áfallafræða er í þessari grein leitast við að veita nýja innsýn í hörmulegar að-stæður hinna herleiddu Júdamanna nærri lokum útlegðartímans í Babýlon, trúlega kringum 550–540 f.Kr. Er hér haldið fram að þar megi sjá merki þess sem í nútímasálfræði er kennt við áfallastreituröskun. Sýnt er hvernig hinn nafnlausi huggunarspámaður útlegðartímans talar inn í þessar aðstæður í Jes 40–55 og flytur boðskap sinn með dæmum sem á stundum minna mjög á sitthvað úr nútímasálgæslu og geðlækningum, s.s. hvernig bregðast megi við áunnu hjálparleysi og áfallastreitu. Textinn í Jes 43.1–7, sem fer nærri því að geyma kjarnann í boðskap þessa spámanns, er tekinn sem dæmi en þar, eins og svo víða í Jes 40–55, kemur exodus-stefið augljóslega fyrir. Því er haldið fram að það hafi gegnt lykilhlutverki í huggunar-ríkum boðskap spámannsins og viðleitni hans til að losa þjóðina úr andlegum fjötrum hins mikla áfalls sem hún hafði orðið fyrir um leið og hjálpar- og vonleysisins sem hún þurfti að búa við í kjölfarið. Henni er nú boðuð frelsun undan hjálparleysi og úr ánauð: „Óttast þú ekki því að ég frelsa þig … ég er með þér“.

Um höfund (biography)

Gunnlaugur A. Jónsson

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2021-12-22