Klisjur og krabbamein

Orðræða um sjúkdóm

Höfundar

  • Ásdís Björg Káradóttir

Lykilorð:

Klisjur, krabbamein, orðræða, lífsógnandi sjúkdómar, stríðs- og ofbeldislíkingar

Útdráttur

Þegar heilbrigð manneskja veikist af lífsógnandi sjúkdómi breytist sjónarhornið og lífið verður öðruvísi en vonast var eftir. Við slíkar aðstæður rís gjarnan, þörfin á að orða reynsl-una, finna merkingu og leita nýrra leiða til að aðlagast nýjum og breyttum tilgangi.
Hér verður spurt um gagnsemi algengrar orðræðu fyrir fólk sem tekst á við lífsógnandi sjúkdóma og meðferðir þeim tengdar og einnig um þær tilfinningar sem kunna að vakna í brjósti þeirra sem greinast með krabbamein þegar líkingar eru notaðar. Tilurð þessarar greinar er sprottin af tveimur ástæðum og tengjast þær báðar sálgæslu. Annars vegar hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur við sálgæslu krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra í fjölmörg ár og hins vegar veiktist ég sjálf af krabbameini.
Orðræða um krabbamein er að einhverju leyti mótuð af líkingamáli. Líkingar geta bæði endurspeglað jákvæð og neikvæð viðhorf en þegar sama myndmálið birtist aftur og aftur í orðræðunni fer það að hljóma klisjukennt.
Fræðimenn og þekktar konur í listum sem hafa fengið brjóstakrabbamein hafa veitt orð-ræðunni athygli eftir að þær greindust með sjúkdóminn og tjáð sig um það. Því er umfjöllun um þessa tilteknu tegund af krabbameini áberandi í greininni en umræðan á þrátt fyrir það almennt við um orðræðu og klisjur tengdar krabbameini.
Þeir fræðimenn sem hér er fjallað um hafa rannsakað hvernig unnið er úr erfiðri reynslu og hvernig orðræðan beinist að því sem vart er hægt að orða, eins og t.d. líkamlegum og andlegum sársauka, en honum verður e.t.v. best lýst með líkingum. Viðhorf krabbameins-sérfræðinga og annarra fræðimanna gagnvart því að nota stríðs- og ofbeldislýsingar þegar alvarleg veikindi og meðferðir þeim tengdum eru ennfremur til umfjöllunar. En samhengi hlutanna, skiptir einnig máli.

Um höfund (biography)

Ásdís Björg Káradóttir

Hjúkrunarfræðingur og ritlistarnemi við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2021-12-22