Að breyta Guði

Endursköpun guðsmyndar í ljósi reynslu kvenna af ofbeldi og kúgun

Höfundar

  • Sólveig Anna Bóasdóttir

Lykilorð:

Guðsmynd, kvennaguðfræði, vald Guðs, Mary Daly, Sallie McFague, Ivone Gebara, Wendy Farley, Image of God, women’s theology, power of God

Útdráttur

Í þessari grein er rýnt í texta eftir fjóra kvennaguðfræðinga sem allar hafa lagt fyrir sig nýsmíði guðsmynda í ljósi gagnrýni á vald Guðs. Fyrsti textinn um það efni kemur frá Mary Daly en hún er ein af mikilvægustu formæðrum kvennaguðfræðinnar og hóf guðsmynda-gagnrýni sína skömmu fyrir 1970. Daly sem aðhylltist róttækan femínisma beindi skrifum sínum að kaþólsku kirkjunni og kenningum hennar. Hún komst fljótlega að þeirri niður-stöðu að henni væri ekki vært innan kirkjunnar, kirkjan væri handan endurskoðunar og endurnýjunar. Þrátt fyrir það eru áhrif hennar á síðari tíma kvennaguðfræðinga óumdeild. Það sýna textar eftir Sallie McFague, Ivone Gebara og Wendy Farley, sem allar hafa ástundað guðsmyndargagnrýni og guðsmyndarnýsköpun og lagt sérstaka áherslu á vald Guðs í þeim efnum. McFague leggur áherslu á að allt tal um Guð sé líkingamál og réttir fram guðslíkingar eins og t.d. Guð sem vinkonuna, elskandann og móðurina en þannig vildi hún leggja áherslu á vægi hins líkamlega og nálæga Guðs. Svipað má segja um texta Ivone Gebara en reynsla og líf hinna fátæku er forsenda guðslíkinga hennar. Aðalatriði hjá henni er að allt líf sé samtengt og hvað öðru háð. Guð finnum við í tengslum og skyldleika alls sem lifir. Framlag Wendy Farley til endursköpunar guðsmynda felst í endurtúlkun á hugtakinu vald. Hún vill halda áfram að tala um vald Guðs en endurtúlkar hugtakið. Valdi Guðs verður, að hennar mati, best lýst sem líknsemi en það er eiginleiki sem aðeins Guð býr yfir. Líknsemi Guðs megnar að leysa manneskjunnar úr greipum ofbeldis og illsku. Vald Guðs umbreytir og frelsar á hátt sem enginn mannlegur máttur getur gert.

Changing God. Reconstructing the image of God in the light of women’s experiences of violence and oppression

This article examines texts by four women theologians who have all set out to reconstruct images of God in the face of criticism of God’s power. The first text comes from Mary Daly, one of the most important forerunners of women’s theology. She began her criticism of theology shortly before 1970. Daly, who embraced radical feminism, first focused her critique on the Catholic Church and its doctrines. However, she soon concluded that she was not valued within the Church, and indeed, that the Church was beyond re-evaluation and restoration. Nevertheless, her influence on later women theologians is undisputed. This is evidenced in texts by Sallie McFague, Ivone Gebara, and Wendy Farley, who have all engaged in critical and groundbreaking work regarding images of God, with particular emphasis on the meaning of the power of God. McFague highlights that all talk about God is metaphorical, presenting parables that depict God as friend, lover, and mother, which is how she emphasizes the importance of the physicality and immanence of God. Similar themes can be found within Ivone Gebara’s text, but the experiences of the poor are a prerequisite for her writings of God images. She writes that all life is interconnected and interdependent. According to her, we find God in the relatedness and kinship of all living creatures. Wendy Farley’s contribution to the critical discussion on the images of God is a reinterpretation of the concept of power. She wishes to keep talking about God’s power but reinterprets the concept. In her view, the power of God is best described as compassion, a quality, however, that only God can have. God’s compassion liberates human beings from violence and evil. God’s power transforms and liberates in a way that no human power ever can.

 

Um höfund (biography)

Sólveig Anna Bóasdóttir

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2021-08-25