Páll og tjaldgerðarfólkið:

Starfsemi og „hússöfnuður“ Prisku og Akvílasar í Rómarborg

Höfundar

  • Rúnar M. Þorsteinsson

Lykilorð:

Páll postuli, tjaldgerðariðn, Priska, Akvílas, Róm, hússöfnuður, taberna

Útdráttur

Ef marka má frásögn Postulasögunnar starfaði Páll postuli sem tjaldgerðarmaður. Hvað er vitað um þá iðn til forna og hvernig fór það saman að starfa sem tjaldgerðarmaður og trúboði? Samkvæmt sömu heimild lögðu hjónin Priska (Priskilla) og Akvílas (sem var gyðingur) stund á þessa sömu iðju, en Páll greinir frá því sjálfur í Rómverjabréfinu að þau hafi starfað í Róm í lok sjötta áratugarins og að þau hafi hýst söfnuð einn í „húsi“ sínu í borginni. Hvað vitum við um þennan „hússöfnuð“ og hverjar hafa félagslegar og trúarlegar aðstæður hans verið? Gefur tjaldgerðariðn hjónanna einhverjar vísbendingar um það? Í greininni er leitað svara við þessum spurningum, en svör við þeim geta veitt upplýsingar um aðstæður Jesúhreyfingarinnar á upphafs- og mótunarskeiði hennar. Almenn niðurstaða er sú að Priska og Akvílas hafi starfað og búið í svokallaðri taberna og að „hússöfnuður“ þeirra í Róm hafi komið saman þar. Taberna þessi hefur að líkindum verið staðsett á einu af bágbornustu svæðum borgarinnar, þar sem gyðingar — og síðar kristnir — voru flestir, og hefur „hússöfnuðurinn“ væntanlega verið fámennur.

Paul and the Tentmakers. The Occupation and „House Congregation“ of Prisca and Aquila in Rome

This detail, however, leaves scholars with more questions than answers. What do we know about that occupation in antiquity, and how did tentmaking function along with Paul’s missionary work? Acts tells us that the couple Prisca (Priscilla) and Aquila (who was a Jew) also worked as tentmakers. Paul himself relates in his Letter to the Romans that they worked in Rome around the middle of the first century, housing a congregation of Jesus followers in the city. But what do we know of this “house congregation,” including its social and religious circumstances? Does Prisca and Aquila’s trade as tentmakers give us any clues in that respect? This article attempts to answer these questions, as well as to provide us with information about the circumstances of the Jesus movement in general at the time. It is concluded that Prisca and Aquila lived and worked in so-called taberna, and that their “house congregation” in Rome assembled in that housing. This taberna was probably located in one of the city’s poorest districts, where most Jews lived—and later Christians. In all likelihood, the number of people in this “house congregation” were twenty at most.

Um höfund (biography)

Rúnar M. Þorsteinsson

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands

Niðurhal

Útgefið

2021-08-25