Kvalahéruð hvíta tjaldsins
Um kvenhatur og guðdóminn í Breaking the Waves
Lykilorð:
Lars von Trier, femínísmi, kvikmyndarýni, norrænar kvikmyndir, kristsgervingarÚtdráttur
Þessi grein er tilraun til að leiða Breaking the Waves, eina umdeildustu mynd danska leik-stjórans Lars von Trier, saman við það sem kalla mætti hið femíníska verkefni. Inn í þá umræðu fléttast greining á ásökunum um kvenhatur og -fyrirlitningu leikstjórans og afstaða er tekin til slíkrar umræðu í samhengi við þematísk vandamálasvæði sem tengjast í senn framsetningu á kvenpersónum og trúarlegri túlkunarhefð á verkum leikstjórans. Þessi umræða er, eins og áður segir, samofin greiningu á Breaking the Waves en í sambandi við þá mynd reynast píslarhugtakið og hugmyndin um kristsgervinga sérlega mikilvæg greiningartæki. Þá birtast karlmenn að öllu jöfnu ekki með ýkja hetjulegum hætti í myndum Triers og verður vikið að þessum þætti undir lok greinarinnar.