Munkurinn á ströndinni
Guðfræðileg greining á landslagsmálverki Caspars Davids Friedrichs
Lykilorð:
Nútími, nútímavæðing, afhelgun, rómantík, Caspar David Friedrich, Friedrich Schleiermacher, landslagsmálverkið, abstraktmálverkiðÚtdráttur
Í þessari grein er fjallað um það hvernig nítjándu aldar hugsuðir á borð við Friedrich Schleiermacher, en sérstaklega listmálarinn Caspar David Friedrich, unnu að því að móta tungutak og myndmál sem samræmist nútímaheimsmynd. Í upphafi greinarinnar eru megin-einkenni nútímavæðingar dregin fram og sýnt hvernig unnið hefur verið með þau innan listfræðinnar. Þá verður hugað sérstaklega að málverkinu Der Mönch am Meer (1808–1810) eftir Friedrich (sem nefna má á íslensku Munkurinn á ströndinni) og merking þess og áhrifasaga reifuð. Þetta verk vakti mikið umtal á sínum tíma og þótti birta vel stöðu fólks í upphafi nítjándu aldar og tilvistarglímu þess. Annar áhrifamaður í þessu samtali var guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher og er gerð grein fyrir aðild hans að þessari deiglu. Innan list-fræðinnar er Caspar David Friedrich metinn sem brautryðjandi hins rómantíska landslags-málverks og sagður hafa mótað þann ramma sem komandi kynslóðir síðan máluðu innan. Í greininni eru færð rök fyrir því að hann hafi veitt nútímamálverkinu hagnýtt myndmál sem styðjast má við þegar orða á tilvistarvanda nútímamannsins í mynd. Greininni er ætlað að leggja grunn fyrir frekari rannsóknir á því hvernig þessi glíma nútímamanneskjunnar birtist í íslenska málverkinu í upphafi tuttugustu aldar.