Þróunarsaga skírnarritúals lútherskra helgisiðabóka á Íslandi

A Study of Liturgical and Theological Development

Höfundar

  • Ólafur Jón Magnússon

Lykilorð:

Þróun helgisiða, skírn, helgisiðir, sakramenti, náðarmeðul

Útdráttur

Grein þessi fjallar um þróunarsögu skírnarritúalsins í lútherskum helgisiðabókum á Íslandi og hvernig breytingar á ritúalinu endurspegla guðfræðilega hugmyndastrauma hvers tíma. Til skoðunar eru sjö helstu handbækur lúthersku kirkjunnar auk tveggja tillagna um hand-bækur. Bækur þessar spanna tímabilið frá 1555 fram til dagsins í dag. Í greininni er sýnt fram á að skírnarritúalið einfaldast og styttist skref fyrir skref fram að útgáfu núgildandi hand-bókar frá árinu 1981. Samtímis hverfur smám saman áhersla á skírnina sem breytingu á stöðu skírnarþegans gagnvart Guði og með tímanum er æ minna fjallað um synd, veruleika hins illa og skírn sem sáttmála. Í því birtast fyrst og fremst vaxandi áhrif upplýsingar-stefnunnar á guðfræði á Íslandi. Þessi þróun nær hámarki með handbókinni frá 1934 sem er undir sterkum áhrifum frjálslyndrar guðfræði. Þróunin tekur nýja stefnu með núgildandi handbók frá 1981 sem markast af áhrifum frá nýrétttrúnaði og stefnu litúrgísku hreyfingar-innar. Núgildandi skírnarritúal inniheldur endurnýjaða áherslu á skírn sem endurfæðingu og miðlun gjafa frá Guði, auk þess sem nýir liðir hafa bæst við ritúalið, bæn yfir skírnarlauginni og tendrun skírnarljóss.

Um höfund (biography)

Ólafur Jón Magnússon

Prestur í Sænsku kirkjunni.

Niðurhal

Útgefið

2025-01-07