Kona í karlahlutverki

Íslenska þjóðkirkjan og spurningin um prestvígslu kvenna

Höfundar

  • Arnfríður Guðmundsdóttir

Lykilorð:

Prestaskólinn í Reykjavík, prestvígsla kvenna, Prófessorí samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði, íslenska þjóðkirkjan, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Líma-skýrslan, Geirþrúður Hildur Bernhöft, lög um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrkja og embætta frá 1911

Útdráttur

Haustið 2024 var haldið upp á hálfrar aldar vígsluafmæli sr. Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur, sem var fyrsta konan sem vígðist til prestsþjónustu innan íslensku þjóðkirkjunnar. Á síðustu fimmtíu árum hafa tæplega 120 konur bæst í hóp prestvígðra kvenna. Konur fengu fyrst leyfi til að stunda nám í Prestaskólanum í Reykjavík árið 1886 en það voru takmörk fyrir því hvað þær máttu læra, auk þess sem þær höfðu ekki réttindi til að gegna opinberum embættum, að prestsembættinu meðtöldu. Árið 1911 voru samþykkt lög á Alþingi sem veittu konum rétt til embættisnáms, námsstyrkja og embætta. Þó að konur fengju með þessum lögum fullt aðgengi að embættisnámi í guðfræði við Háskóla Íslands, útskrifaðist fyrsta konan með embættispróf ekki fyrr en árið 1945. Önnur konan, Auður Eir, lauk prófi árið 1962 og var hún vígð til prestsþjónustu á Suðureyri við Súgandafjörð 29. september 1974.

Viðfangsefni þessarar greinar er aðdragandinn að prestvígslu fyrstu konunnar, allt frá því að konur gátu fyrst lært guðfræði á Íslandi og fengu 25 árum síðar rétt til að stunda óhindrað guðfræðinám við Háskóla Íslands sem þá var nýstofnaður. Þá verða umræðurnar sem sköp-uðust í kringum vígsluna 29. september 1974 til umfjöllunar. Sennilega hefur fátt breytt stöðu íslenskra kvenna eins mikið og lögin frá 1911, nema þá kosningarétturinn sem varð þeirra nokkrum árum síðar. Það þótti ekki öllum sjálfgefið að konur fengju þau réttindi sem lögin veittu þeim eins og ljóst er af umræðunum sem fóru fram á Alþingi áður en þau voru samþykkt. Rúmum sextíu árum síðar stóð íslenska þjóðkirkjan í fyrsta skipti frammi fyrir spurningunni um prestvígslu kvenna. Ekki voru allir á eitt sáttir um það hvort vígja ætti konu til prests eins og merkja má af viðbrögðum þeirra sem biskup Íslands, Sigurbjörn Einarsson, ráðfærði sig við áður en hann tók ákvörðun um að vígja Auði Eir. Í lok greinar-innar verður spurningin um vígða þjónustu kvenna sett í alþjóðlegt samkirkjulegt samhengi með áherslu á umfjöllun í skýrslu Trúar- og skipulagsnefndar sem starfar á vegum Heims-ráðs kirkna, um skírn, kvöldmáltíðarsakramenti og þjónustu frá 1982.

Um höfund (biography)

Arnfríður Guðmundsdóttir

Prófessor í samstæðilegri guðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands með áherslu á kvennaguðfræði.

Niðurhal

Útgefið

2025-01-07