Upp á kant við kverið?
Vitnisburður Klettafjallaskáldsins um fermingarfræðslu á Norðurlandi
Útdráttur
Þessi grein á það einfalda erindi við lesendur sína að benda þeim á merkilegan vitnisburð vestur-íslenska skáldsins Stephans G. Stephanssonar (1853–1927) um fermingarfræðsluna eins og hann hafði kynnst henni heima á Íslandi. Jafn-framt er reynt að skýra baksvið ummælanna: segja frá þeim dönsku fermingar-kverum sem notuð voru á Íslandi langt fram eftir nítjándu öld og einkanlega því sem Stephan G. hefur greinilega lært, kennt við höfund sinn, Balle. Ummæli skáldsins benda til að á Norðurlandi hafi hið lögboðna fermingarkver mætt gagnrýni sem helst minnir á afstöðu danskra vakningarsafnaða, og kemur nokkuð á óvart ef sá hugmyndastraumur hefur átt mikinn hljómgrunn meðal Skagfirðinga eða Þingeyinga.