Skírnin á breytingaskeiði
Er vendipunkti náð?
Lykilorð:
Skírn, kynslóðabreytingar, vendipunktur, einstaklingshyggja, hefðarrofÚtdráttur
Rannsóknir á tíðni skírna meðal ungbarna á Norðurlöndum sýna að þeim hefur fækkað mikið, bæði tölulega og hlutfallslega. Þetta á líka við á Íslandi. Þar hefur hlutfall þjóðkirkju-fólks af íbúafjölda einnig minnkað mikið á þessari öld og rannsóknir á guðstrú og mikilvægi trúar í lífi fólks sýna breytingar milli kynslóða þar sem yngra fólk trúir síður á guð og telur hlutverk trúar ekki eins mikilvægt og fyrri kynslóðir. Í þessari grein er leitað skýringa á þessum breytingum hvað varðar skírn með hliðsjón af öðrum breytingum á sviði trúar og lífsskoðunar. Fjallað er um kenningar um hægfara kynslóðabreytingar og hröðun breytinga þegar vendipunkti er náð. Í seinni hluta greinarinnar er fjallað um niðurstöður nokkurra megindlegra kannana frá Norðurlöndum þar sem ungir foreldrar eru spurðir um afstöðu til skírnar. Þau svör eru síðan metin með hliðsjón af kenningum um breytingar hjá kynslóðum. Sett er fram sú kenning að vendipunkti sé náð hér á landi.