Stjórnsýsla án hliðstæðu
Valdsvið biskupsembættisins 2011 til 2021
Lykilorð:
Kirkjuleg stjórnsýsla, biskup, þjóðkirkjulög, lýðræðiÚtdráttur
Grein þessi fjallar um stjórnsýslu þjóðkirkjunnar á tímabilinu 2011 til 2021. Upphaf þess skeiðs tekur mið af skýrslu Ríkisendurskoðunar um biskupsstofu, sóknir og sjóði kirkjunnar frá árinu 2011. Í skýrslunni voru gerðar alvarlegar athugasemdir við stöðu biskups í skipu-laginu. Tímabilinu lýkur með setningu nýrra þjóðkirkjulaga árið 2021 og í kjölfarið breyttu skipulagi kirkjunnar. Meginhugmyndin sem liggur til grundvallar þessari grein er að viða-mikið hlutverk biskups hafi á þessum tíma brotið í bága við grundvallarhugmyndir um lýð-ræðislegt skipulag þar sem sami aðilinn fór með framkvæmdavaldið og var í forsæti í þeirri nefnd (kirkjuráði) sem best var fallin til þess að sinna eftirliti með því sama valdi. Sögulegt yfirlit var gefið um viðleitni kirkjuþingsfulltrúa til að breyta skipulaginu í anda þess sem höfundar fyrrnefndrar skýrslu kölluðu eftir.