Guðfræði- og trúarbragðafræðideild í breyttu samfélagi

Höfundar

  • Haraldur Hreinsson

Lykilorð:

Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, íslenska þjóðkirkjan, trúarleg fjölbreytni, afhelgun, guðfræði, trúarbragðafræði

Útdráttur

Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands stendur frammi fyrir vandasömum áskorunum. Stærsta vandamál deildarinnar er aðsókn í hana sem hefur minnkað jafnt og þétt síðustu tvo áratugi. Í þessari grein er leitast við að skýra þessa stöðu deildarinnar út frá umfangsmiklum samfélagslegum breytingum sem átt hafa sér stað á síðustu áratugum á hinu trúarlega sviði á Íslandi. Þessar breytingar felast fyrst og fremst í aukinni fjölbreytni á trúar-lega sviðinu og gjörbreyttri stöðu lúthersku meirihlutakirkjunnar, íslensku þjóðkirkjunnar, sem nýtur ekki lengur sömu yfirburða og hún áður gerði. Þjóðkirkjan á einnig við sína eigin krísu að etja, bæði vegna breyttrar stöðu sinnar en líka af öðrum orsökum sem nefndar eru í greininni. Vegna þeirra sögulegu, menningarlegu og praktísku tengsla sem eru á milli Guð-fræði- og trúarbragðafræðideildar annars vegar og þjóðkirkjunnar hins vegar eru færð að því rök að krísur þessara tveggja stofnana tengist sterkum böndum og skarist. Í lok greinarinnar eru settar fram tillögur um hvernig megi bregðast við þeim áskorunum sem deildin stendur frammi fyrir.

Um höfund (biography)

Haraldur Hreinsson

Lektor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands

Niðurhal

Útgefið

2023-10-13