Hversdagslíf og sálgæsla í trúarlegum kvæðum frá sautjándu öld
Lykilorð:
Andleg kvæði á sautjándu öld, sálgæsla, hversdagslíf, skáldprestar, Ólafur Jónsson á Söndum, Guðmundur Erlendsson í Felli, sálmahandritÚtdráttur
Mikill fjöldi andlegra kvæða frá sautjándu öld er varðveittur í íslenskum handritum og eru flest þeirra ort af prestum eða mönnum sem lært höfðu í latínuskólum landsins. Gera má ráð fyrir að kvæðin og sálmarnir birti trúarsannfæringu skáldanna eða að minnsta kosti opin-bera trúarskoðun samfélagsins. Í mörgum tilfellum má einnig greina félagslegan tilgang með kveðskapnum, þ.e.a.s. kvæðin voru ekki aðeins ort í trúarlegum tilgangi heldur einnig til að heiðra ákveðnar manneskjur, hugga, vanda um við fólk og uppfræða, svo að dæmi séu tekin. Í greininni er því haldið fram að þessu til viðbótar megi oft og tíðum finna upplýsingar um ýmislegt varðandi persónulegar aðstæður skáldanna og annarra sem þau beina sjónum að í kvæðunum. Sú tilgáta er jafnframt sett fram að margir skáldprestar hafi notað skáldskapar-gáfuna til að sinna sálgæslu sóknarbarna sinna og annarra sem skáldin voru í samskiptum við. Þannig hafi sálgæsla skáldpresta í sumum tilfellum farið fram í bundnu máli og því megi fá innsýn í hversdagslíf fólks og hugarfar á sautjándu öld með því að lesa og túlka slík kvæði. Hér verða tekin dæmi úr kvæðum/sálmum eftir skáldin séra Ólaf Jónsson á Söndum í Dýra-firði og séra Guðmund Erlendsson í Felli í Sléttuhlíð til að sýna fram á þetta.