Ekki seinna en núna!
Ákall um loftslagsréttlæti og tafarlausar aðgerðir
Lykilorð:
Loftslagsréttlæti, loftslagsbreytingar, femínísk umhverfisguðfræði, loftslagsguðfræði, ráðsmennskuhlutverk, umhverfislegt afturhvarfÚtdráttur
þessari grein er kastljósinu beint að ábyrgð mannfólksins á hlýnandi loftslagi og þeim afleiðingum sem breytt veðurfar hefur þegar haft í för með sér, og mun hafa á næstu árum, haldi áfram að hlýna. Hugtakið „loftslagsréttlæti“ (e. climate justice) gegnir hér mikilvægu hlutverki, en það er samsett úr hugtökunum loftslagsbreytingar (e. climate change) og félagslegt réttlæti (e. social justice). Með því er lögð áhersla á að loftslagsbreytingar kalli ekki bara á tæknilegar lausnir til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda, heldur þurfi viðbrögð okkar ekki síður að snúast um réttlæti til handa þolendum, þeim sem verða verst úti vegna breytinganna. Lögð er sérstök áhersla á áhrif hlýnunar á þær konur sem eru jaðarsettar í sínum samfélögum.
Horft er á viðfangsefnið út frá sjónarhorni femínískrar guðfræði og rýnt í þá guðfræðilegu orðræðu sem hefur verið að mótast á síðustu árum um loftslagsvána og afleiðingar hennar. Í guðfræðilegri umræðu um loftslagsbreytingar og loftslagsréttlæti eru áberandi hugtök sem hafa gegnt mikilvægu hlutverki innan kristinnar trúarhefðar frá upphafi, hugtök eins og sköpun, skapari, synd, iðrun og hjálpræði. Til grundvallar þessari umræðu liggur kristinn mannskilningur og guðsmynd. Það er í ljósi þessara lykilhugmynda sem kristin loftslags-guðfræði kallar eftir því að loftslagsréttlætið nái fram að ganga og gripið verði til aðgerða til þess að svo megi verða — og það án tafar.