María frá Nasaret

Móðir Jesú í Nýja testamentinu

Höfundar

  • Rúnar M. Þorsteinsson

Lykilorð:

New Testament, Mary, mother, Jesus, gospels, characterization, Nýja testamentið, María, móðir, Jesús, guðspjöll, persónusköpun

Útdráttur

María frá Nasaret, móðir Jesú, hefur gegnt miðlægu hlutverki í sögu kristindómsins um aldir. Í því ljósi vekur það athygli hversu takmarkaða umfjöllun hún hlýtur í raun í elsta og helsta ritsafni kristindómsins, Nýja testamentinu. Í þessari grein er gefið yfirlit yfir tilvísanir til Maríu í Nýja testamentinu og lýsingar einstakra höfunda á persónu hennar og háttum greindar. Leitast er við að svara spurningum eins og eftirfarandi: Sjáum við lýsingar á per-sónueiginleikum Maríu, orðum og hugsunum? Eða takmarkast þessar tilvísanir við þá ein-földu staðreynd að hún var móðir Jesú? Lýsa höfundarnir samskiptum Maríu og Jesú? Hvernig er þeim samskiptum þá háttað? Lögð er áhersla á bókmenntafræðilega persónu-sköpun ásamt framsetningu hvers höfundar fyrir sig. Almenna niðurstaðan er sú að rit Nýja testamentisins veita fremur brotakennda og jafnframt fjölþætta mynd af persónu Maríu.

Um höfund (biography)

Rúnar M. Þorsteinsson

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2023-01-12