Tengslin milli Grímseyjar og Korintu

Díakonía frá sjónarhóli norðurslóða

Höfundar

  • Sigríður Guðmarsdóttir

Lykilorð:

Diaconia, ministry of the deacon, religious education, periphery, Arctic, colonialism, environmental justice.

Útdráttur

Undanfarna áratugi hafa nyrstu svæði jarðar notið vaxandi athygli vísindamanna fyrir margra hluta sakir. Ekki síst er þessi áhugi tengdur loftslagsbreytingum af mannavöldum og bráðnun íss á norðurslóðum, sem hefur hnattræn áhrif. Þverfaglegar rannsóknir á málefnum tengdum svæðunum í norðri nefnast einu nafni norðurslóðafræði. Alkirkjuráðið hefur kort-lagt díakoníu út frá aðstæðum á níu landsvæðum heimsins í nýrri bók um samkirkjulega díakoníu. Í greininni er bætt við tíunda landsvæðinu á díakoníukortið, þ.e.a.s. díakoníu á norðurslóðum, og er áhersla lögð á þann hluta norðurslóða sem tilheyrt hefur hinu dansk-norska heimsveldi, frá Grænlandi til Sápmi. Spurt er um hvaða áhrif staðsetning á norður-slóðum hefur þegar íslensk díakonía og djáknaþjónusta í þjóðkirkjunni er skilgreind í sam-hengi norðurslóðanna. Díakoníukenningar sem tengjast staðþekkingu á jöðrum samfélags-ins, boðun og jafnræði, eru nýttar til greiningar á hlutverki díakoníunnar og djáknaþjónust-unnar hér á landi sem umönnunar- og fræðsluþjónustu og valdar díakoníurannsóknir sem tengjast sérstaklega norðurslóðum eru kynntar. Jafnframt gefa rannsóknirnar til kynna að mikilvægt er að búa ekki til rómantíska skrautmynd af norðurslóðum, heldur horfast í augu við skuggahliðar nýlenduhyggjunnar og kristniboðsaðferða fortíðar, gefa rými svo að týndar áfallasögur fáist sagðar og á þær hlustað, og loks að unnið sé gegn áframhaldandi ásókn í auðlindir á norðurslóðum.

Um höfund (biography)

Sigríður Guðmarsdóttir

Dósent við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.

Niðurhal

Útgefið

2023-01-12