About the Journal

Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands er tímarit á sviði háskólakennslu. Það birtir fræðilegar og kennslutengdar greinar sem geta nýst starfandi kennurum í Háskóla Íslands og öðrum háskólakennurum. Þá birtir tímaritið einnig fréttir og frásagnir frá ýmsu sem er að gerast innan skólans og í Kennslumiðstöð. Það er gefið út af Kennslumiðstöð Háskóla Íslands einu sinni á ári.

Frá og með sjöunda árgangi tímaritsins sem kom út árið 2019 er tímaritið gefið út í svokölluðum platínu opnum aðgangi með afnotaleyfinu Creative Commons attribution 4.0 International (CC BY 4.0).

Tímaritið er á íslensku og því er dreift prentuðu í Háskóla Íslands. Það er einnig aðgengilegt á rafrænu formi, bæði allt tímaritið og stakar greinar þess sem allar eru með DOI auðkenni. Það þýðir að hægt er að tengja í og vísa í stakar greinar þess, auk þess sem þær munu koma upp í leitarvél Google.

Megintilgangur Tímarits Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands er að auka faglega umræðu um háskólakennslu, fræða og miðla góðu verklagi og hugmyndum um nám og kennslu. Segja frá því sem er efst á baugi í kennslumálum innan skólans hverju sinni.

Markmið tímaritsins er að:

 • auka umræðu um háskólakennslu
 • fræða og miðla góðu verklagi og hugmyndum um nám og kennslu
 • koma á framfæri niðurstöðum úr rannsóknum tengdum háskólakennslu
 • fjalla fræðilega um ákveðin málefni á sviði háskólakennslu
 • segja frá fjölbreyttum verkefnum á sviði kennslu
 • beina athygli að áhugaverðum viðfangsefnum á sviði kennsluþróunar og nýsköpunar
 • auka áhuga háskólafólks á gæðakennslu
 • ýta undir að góð kennsla sé metin að verðleikum
 • styðja við góða kennsluhætti
 • segja frá góðum dæmum úr háskólakennslu
 • stuðla að umhyggju kennara fyrir nemendum og velferð þeirra í námi