Námsmat í deiglu þekkingarmiðaðs lýðræðis

Authors

Keywords:

námsmat, skaðmenntað, lýðræðishyggja, tæknihyggja, eðlishyggja, þekkingarmiðað lýðræði, skaðmenntun, þekkingarmiðað kennivald, tækniræði, afrakstur náms, stýring þekkingar, agavald, þekking, leikni, hæfni, stýrivald prófa, stýrivald einkunna, núllnámskrá, að læra að læra, leiðsagnarmat, hæfniviðmið, próf, einkunnir, vitsmunamæling, vottun um námsárangur, hindrunarhlaup, matsaðferð, gagnrýnin hugsun, skapandi hugsun, nýmyndun, mat, tvíhyggjuhugsun, draga saman árangur, hátt réttmæti, áreiðanleiki, stöðugleiki

Abstract

Námsmat á háskólastigi er í meginatriðum líkt því sem gerist á öðrum stigum menntakerfisins. Þar gætir þó, nokkuð sterkar en á öðrum stigum, tiltekinna átaka er snerta eðli, meðferð og meint afstæði þekkingar. Til einföldunar má segja að þessi átök birtist sem spenna milli tveggja meginsjónarmiða. Annað sjónarmiðið – það sem nefna má hefðbundna sýn á nám og námsmat á háskólastigi – er eins konar blanda tæknihyggju og eðlishyggju. Hitt sjónarmiðið er hér tengt við lýðræðishyggju; þar eru nemendur virkir þátttakendur við skipulag eigin náms, þróun þess og mat. Undirliggjandi eru ólíkar hugmyndir um þekkingu og meðferð hennar, hvort hún teljist sprottin af reynslu, byggi á skynsemi og rökum eða hvort öll þekking skoðist sem afstæð, persónuháð og breytingum háð. Hér eru leidd að því rök að námsmat geti virkað eins og tvíeggja vopn; því megi hæglega beita sem svipu á nemendur eða jafnvel sem tæki til að niðurlægja og kæfa námsáhuga og sjálfsálit. Á hinn bóginn megi beita því í þágu náms og kennslu. Þannig hafa ábendingar á borð við þær sem Stiggins, Arter, Chappuis og Chappuis (2004) hafa látið í ljós um samstillingu áður nefndra meginsjónarmiða hlotið vaxandi byr. Þar er bent á mikilvægi þess að viðhafa jafnvægi á milli mats á námi (e. assessment of learning) og mats í þágu náms (e. assessment for learning) og nýta þannig kosti beggja til að tryggja gæði menntunar.

Stiggins, R. J., Arter, J. A., Chappuis, J. og Chappuis, S. (2004). Classroom assessment FOR student learning: Doing it right – using it well. Portland, OR: ETS Assessment Training Institute.

 

Abstract
Assessment in higher education resembles assessment in other educational levels, except that in universities and colleges certain conflicts are more conspicuous. They embody the nature, processing and alleged relativity of knowledge. For simplification purposes these conflicts might be conceived as a tension between two main perspectives. On the one hand there is the traditional view towards learning and assessment, the perspective of technocracy and essentialism. On the other hand there is a student-centred view advocating that students engage in organising their learning and assessment and feedback intended to promote learning and teaching is emphasised. This perspective is labelled as the view of democracy in this article. Underlying are various ideas about knowledge, such as empiricism and rationalism and suggestions that knowledge is subjective, relative, and subject to changes. The main argument here is that assessment may act as a douple-edged weapon; it may be used as a scourge against students and even as means to humiliate and impede learning and self efficacy. Á hinn bóginn megi beita því í þágu náms og kennslu. Þannig hafa ábendin On the other hand assessment can be used to enhance learning and instruction. Thus ideas like Stiggins, Arter, Chappuis and Chappuis (2004) have suggested are receiving increased attention, where they maintain that a balance between assessment of learning and assessment for learning is vital and thus using the merits of both to ensure education of high quality for all.

Stiggins, R. J., Arter, J. A., Chappuis, J. og Chappuis, S. (2004). Classroom assessment FOR student learning: Doing it right – using it well. Portland, OR: ETS Assessment Training Institute.

Author Biography

Meyvant Þórólfsson, dósent

Deild faggreinakennslu, Menntavísindasvið

Published

2019-05-13

How to Cite

Þórólfsson, M. (2019). Námsmat í deiglu þekkingarmiðaðs lýðræðis. Tímarit kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, 7(1), 4–8. Retrieved from https://timarit.hi.is/tk/article/view/10.33112-tk.7.1.2