Ánægjuleg reynsla af jafningjamati í tölfræðikennslu

A pleasant experience of peer evaluation in statistical education

Authors

Keywords:

jafningjamat, tölfræði, námsmat, hagnýt verkefnavinna, verkefnavinna, verkefni samnemenda, hagnýt verkefni, verkstæði í Moodle, Moodle, rúbrika, matsgrind, sjálfsmat, tölfræðikennsla, peer-assessment, statistical education, self-evaluation

Abstract

Undanfarin ár hafa orðið miklar breytingar í fyrirkomulagi tölfræðikennslu við læknadeild. Veigamikill þáttur í þeirri breytingu er aukið vægi hagnýtra verkefna sem eru metin með jafningjamati. Í þessari umfjöllun lýsi ég reynslu minni af beitingu jafningjamats við kennslu og sýni niðurstöður af samanburði jafningjamats og sjálfsmats á sömu verkefnum. Meðaleinkunn úr jafningjamati var 9.1 en meðaleinkunn úr sjálfsmati 9.4. Slökum nemendum hætti frekar til að ofmeta eigin getu en góðum nemendum að vanmeta. Jafningjamat hefur leitt til aukinna gæða verkefna og veitir nemendum góða hagnýta þjálfun í framsetningu og túlkun á tölfræðilegum niðurstöðum. Mikil ánægja ríkir með fyrirkomulagið meðal bæði nemenda og kennara.

 

Abstract:
In recent years there have been major changes in the structure of statistics education at the Faculty of Medicine. A major factor in this change is the increased importance of practical projects evaluated by peer evaluation. In this discussion, I describe my experience of applying peer evaluation in teaching and show results of comparison of peer evaluation and self-assessment on the same projects. The mean score of peer evaluation was 9.1, but the mean score of self-assessment 9.4. Students with lower grades had higher tendency to overestimate their own ability than students with higher grades. Peer evaluation has led to increased quality of assignments and provides students with useful practical training in presentation and interpretation of statistical results. Peer-assessment has been a pleasant experience for both students and teachers.

Author Biography

Sigrún Helga Lund, Tölfræðingur

Íslensk erfðagreining

Portrett af Sigrúnu Helgu Lund, tölfræðingi hjá Íslenskri erfðagreiningu

Published

2019-05-14

How to Cite

Lund, S. H. (2019). Ánægjuleg reynsla af jafningjamati í tölfræðikennslu: A pleasant experience of peer evaluation in statistical education. Tímarit kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, 7(1), 34–35. Retrieved from https://timarit.hi.is/tk/article/view/10.33112-tk.7.1.15